Lykilkort gerir verktökum og fyrirtækjum kleift að útbúa lögleg vinnustaðaskírteini sem fara beint í Apple og Google Wallet starfsfólks. Einfalt, öruggt og í samræmi við kröfur ASÍ og SA – án plastkorta og handavinnu.
Það reynist mörgum fyrirtækjum erfitt að halda utan um vinnustaðaskírteini og aðgang starfsfólks
Prentun plastkorta, handvirkar uppfærslur og dreifing taka óþarflega mikinn tíma og fyrirhöfn.
Týnd kort valda auknum kostnaði og óþarfa öryggisáhættu á vinnusvæðum.
Skráning starfsmanna og verktaka er oft í mörgum kerfum og gerir breytingar hægar.
Án yfirsýnar er erfitt að vita hverjir eru með gilt vinnustaðaskírteini hverju sinni.
Lykilkort leysir þessi vandamál með einföldu stafrænu kerfi
Skírteinið fer símaveski starfsfólks, alltaf aðgengilegt í símanum.
Skírteini rennur sjálfkrafa út þegar gildistíminn líður.
Búðu til, uppfærðu eða gerðu skírteini ógild strax
Sjáðu alla virka aðganga á einum stað með stöðu og gildistíma.
Frá útgáfu til skönnunar við hlið — allt á örfáum mínútum
Sendu starfsmanni eða verktaka hlekk á passa í SMS eða tölvupósti.
Viðkomandi smellir á hlekk og bætir skírteininu í Apple Wallet eða Google Wallet.
Skírteini er sýnt sjónrænt eða með skönnun á QR kóða eftir þínum ferlum.
Skírteini rennur út sjálfkrafa eða þú ógildir það strax ef aðgangur á að stöðvast.
Starfsmenn og verktakar fá skírteini á mínútum í stað þess að bíða eftir plastkortum.
Þú veist alltaf hverjir hafa aðgang og getur stöðvað aðgang strax þegar þarf.
Engin prentun, engar sendingar og mun færri handvirk ferli í daglegum rekstri.
Halda utan um útgáfu, breytingar og stöðu, gagnlegt fyrir innra eftirlit og eftirfylgni.
Hannaðu skírteinið að þínum þörfum — litir, merki, myndir og upplýsingar
Svör við algengum spurningum um vinnustaðaskírteini
Nei. Skírteinið fer í Apple Wallet á iPhone eða Google Wallet á Android. Flestir símar eru með þetta uppsett eða auðvelt að sækja.
Þú getur ógilt skírteinið strax í stjórnborðinu og sent nýtt skírteini á nýjan síma á örfáum sekúndum.
Já. Þú sérð lista yfir alla virka aðganga í stjórnborðinu með stöðu og gildistíma.
Já. Þú getur búið til mismunandi sniðmát fyrir verkefni, vinnusvæði eða fyrirtækjaeiningar og stjórnað gildistíma sér.
Já. Þú getur ógilt skírteini með einum smelli og það verður þá ógilt í símanum.
Sendu hlekk á passa í SMS eða tölvupósti og starfsmaður bætir skírteininu í Apple Wallet eða Google Wallet. Settu gildistíma, ógildu skírteini strax þegar þarf og haltu fullri yfirsýn í stjórnborðinu.