Persónuverndarstefna Lykilkort
Gildir frá: 1. janúar 2026 Síðast uppfært: 1. janúar 2026
Þessi persónuverndarstefna („Stefna“) lýsir því hvernig persónuupplýsingar eru unnar í tengslum við notkun á Lykilkort („Þjónustan“), aðgengilegri á lykilkort.is.
Þjónustan er rekin af Enum ehf., hér eftir nefnt „Þjónustuaðili“, „við“ eða „okkur“.
1. Hvaða persónuupplýsingum söfnum við?
Við vinnum aðeins þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita Þjónustuna, m.a.:
1.1 Upplýsingar sem Notandi veitir sjálfur
- Nafn
- Netfang
- Notandanafn
- Billing-upplýsingar (t.d. heimilisfang, fyrirtækisnafn, kennitala)
- Efni sem sett er inn í Þjónustuna (t.d. texti eða gögn í pössum)
1.2 Tæknilegar upplýsingar
- IP-tala
- Tímasetningar innskráninga
- Vafra- og tækjaupplýsingar
- Atvikaskrár (logs) vegna öryggis og reksturs
2. Tilgangur vinnslu
Við vinnum persónuupplýsingar til að:
- veita og reka Þjónustuna,
- stjórna notandaaðgangi og áskriftum,
- annast greiðslur og reikningagerð,
- tryggja öryggi og koma í veg fyrir misnotkun,
- uppfylla lagaskyldur.
3. Lagagrundvöllur vinnslu
Vinnsla persónuupplýsinga byggist á einum eða fleiri eftirfarandi lagagrundvöllum:
- samningsskyldu (notkun Þjónustunnar),
- lögmætum hagsmunum (rekstur, öryggi, svikavarnir),
- lagaskyldu (bókhald, skattamál),
- samþykki, þar sem það á við.
4. Ábyrgð Notanda (mjög mikilvægt)
4.1. Notandi ber fulla ábyrgð á þeim persónuupplýsingum sem hann setur inn í Þjónustuna, þar á meðal upplýsingar um starfsmenn, verktaka eða aðra þriðju aðila.
4.2. Notandi ábyrgist að:
- hafa lögmæta heimild til vinnslu upplýsinganna,
- upplýsa skráða einstaklinga eftir því sem lög krefjast,
- uppfylla skyldur sínar samkvæmt persónuverndarlöggjöf.
4.3. Þjónustuaðili er í flestum tilvikum vinnsluaðili, en Notandi ábyrgðaraðili þeirra gagna sem hann setur inn.
5. Miðlun til þriðju aðila
Persónuupplýsingar kunna að vera miðlaðar til þriðju aðila sem veita okkur þjónustu, t.d.:
- hýsingar- og innviðaveitur,
- greiðsluþjónustur (t.d. Straumur),
- samskipta- og öryggislausnir.
Slík miðlun fer einungis fram að því marki sem nauðsynlegt er og samkvæmt samningum.
6. Varðveisla gagna
Persónuupplýsingar eru varðveittar aðeins svo lengi sem nauðsynlegt er:
- meðan notandareikningur er virkur,
- eins lengi og lög krefjast (t.d. bókhald),
- eða þar til Notandi óskar eftir eyðingu, þegar það á við.
7. Öryggi
Við beitum viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar. Engin nettengd þjónusta er þó fullkomlega örugg.
8. Réttindi skráðra einstaklinga
Samkvæmt persónuverndarlögum eiga einstaklingar m.a. rétt á:
- aðgangi að eigin gögnum,
- leiðréttingu rangra upplýsinga,
- eyðingu gagna, þegar við á,
- takmörkun vinnslu,
- andmælum.
Beiðnir skal senda á netfang sem birt er á vefsíðu Þjónustunnar.
9. Breytingar á stefnunni
Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra þessa Persónuverndarstefnu. Uppfærð útgáfa tekur gildi við birtingu á vefsíðu Þjónustunnar.
10. Samskipti
Hafi Notandi spurningar um persónuvernd eða vinnslu persónuupplýsinga skal hafa samband í gegnum netfang sem birt er á vefsíðu Þjónustunnar.